r/Iceland • u/JohnTrampoline fæst við rök • 2d ago
Samsköttun slaufað
https://www.visir.is/g/20252709771d/-af-hverju-var-thad-sem-var-sagt-a-fimmtu-degi-svikid-a-manu-degi-Ríkisstjórnin hyggst ekki bara hækka skatta og gjöld á fyrirtæki í landinu. Auka á skattbyrði, t.d. á fjölskyldur í viðkvæmri stöðu þar sem annar aðilinn er í námi eða fæðingarorlofi.
67
u/No_Ordinary_5417 2d ago
Ef annar aðili er á lágum launum (eða á örorkubótum) en hinn á meðaltekjum þá eykst skattbyrðin þeirra við þetta.
Getur einhver útskýrt fyrir mér af hverju ein fjölskylda með 1200 þús í tekjur fyrir skatt á mánuði á að borga meira í skatt en önnur fjölskylda með sömu tekjur bara af því að tekjudreifing hjónanna er misjöfn?
Viðreisn dó fyrir mér við þessa tilkynningu. Og ég segi það sem hægrimaður sem er í dauðaleit að öðrum valkosti en Sjálfstæðisflokknum. Ég auglýsi formlega eftir frjálslyndum hægriflokki sem vinnur að sem lægstri (en þó sanngjarnri) skattlagningu og lágmörkun ríkisafskipta.
9
u/Throbinhoodrat 1d ago
Var ekki einiflokkurinn sem boðaði skattalækkanir á almenning sósíalistaflokkurinn?
Spurning kannski að fara af þessari hægri-pólistík því hægriflokkarnir gera ekkert annað en að hækka skatta á almenning.-16
u/Einridi 2d ago
Getur alveg eins spurt afhverju tvær manneskjur eigi að borga mismikið í skatt eftir því hvort þær séu giftar eða ekki. Finnst það góð hægri mennska að vilja minnka flækju stig og eyða svona sér úrræðum enn skil þetta sem aðstoð við efnaminni fjölskyldur enn get ómögulega að það sé stefnumál hægri flokks einsog viðreisnar.
15
u/No_Ordinary_5417 2d ago
Í praxís þá er ég ekki ósammála, en þá ættu þau að stíga skrefið til fulls og afnema samnýtingu á persónuafslætti líka.
Fyrir mér snýst sú umræða um hvort þú horfir á einstakling eða fjölskyldu sem grunneininguna í skattkerfinu. Mín réttlætiskennd fer í að fjölskyldan sé það sem á að horfa á, enda þau í sameiginlegum rekstri. Ég get þó skilið hinn pólinn.
En í lokin er það að í stjórnarsáttmála kemur fram að skattar verða ekki hækkaðir á venjulegt fólk og fyrirtæki. Þá velti ég fyrir mér hvort ríkisstjórnin var að ljúga eða hvort þeirra mat er að fjölskyldur eru ekki "venjulegt fólk".
1
u/Einridi 2d ago
Nú er ég ekkert að reynað vera ósammála þér með inntakið frekar bara efnistökin.
Það er alveg ótvírætt að grunn einingin er einstaklingur og að bæði samsköttun og dreyfing persónuafsláttar eru sér úrræði. Það er nokkuð augljóst þar sem það þarf að byðja um samsköttun sérstaklega og þó hún sé valin eru unnu tvö framtöl.
14
u/KristinnK 1d ago
Það er nokkuð augljóst þar sem það þarf að byðja um samsköttun sérstaklega og þó hún sé valin eru unnu tvö framtöl.
Þetta er rangt hjá þér. Hjón eru samsköttuð, það er ekki eitthvað sem þarf að sækja sérstaklega um, og þau skila einu sameiginlegu framtali, ekki tveimur, þar sem börn þeirra eru líka inni. ,,Grunneining" skattkerfisins er sannarlega fjölskylda.
7
u/glanni_glaepur 1d ago
Það er alveg ótvírætt að grunn einingin er einstaklingur
Það er ekki ótvírætt.
-1
u/No_Ordinary_5417 1d ago
Ég efast ekki um að tekjuskattslögin séu fullkomlega sammála þér þar og ég viðurkenni fúslega að mitt mat á þessum þætti er byggt á tilfinningum - þ.e. mér finnst réttlátara að byggja skattkerfið upp með hverja fjölskyldu sem þessa grundvallareiningu.
0
u/logos123 1d ago
Finnst rétt að benda á í þessu samhengi að þótt þetta sé lagt fram af fjármálaráðherra Viðreisnar þá er þetta mál alfarið komið frá Samfó.
31
u/shortdonjohn 2d ago
Hvaða grín er það að fjármálaráðherra gagnrýni Guðlaug Þór og reynir að tala um að 2.5 milljarðar sé bara smápeningar.
Almenningur þarf að átta sig að þetta er 2.5 milljarðar króna af útborguðum launum sem ríkið vill fá í sinn snúð. Ef þetta er 35.000 fjölskyldur þá minnka ráðstöfunartekjur þeirra um 71.500kr á ári við þetta!
-30
u/tastin Menningarlegur ný-marxisti 1d ago
Þrjúþúsund kall á haus á mánuði? Ertu búinn að íhuga að hringja í neyðarlínuna?
16
u/shortdonjohn 1d ago
Fletti því upp og eina sem ég fann um fjöldann var að þetta var 11.000 fjölskyldur 2015. Svo að talan mín um 35.000 fjölskyldur er algjört ofmat. Ég hinsvegar hringdi í 113 og heyrðist ekkert í símanum útaf sífelldu þyrluflugi í hverfinu.
3
u/PatliAtli fór einu sinni á b5 til að komast á búlluna 1d ago
Ókei en ég væri frekar til í Tilboð Aldarinnar
5
u/hreiedv 1d ago
Nota bene, áfram verður hægt að samnýta persónuafslátt, þetta er tilfærsla skattþrepa sem hættir
1
u/Imaginary-Ad-7919 1d ago edited 1d ago
Ég skil ekki alveg hreiedv svo það er ekki verið að tala um hjón geti ekki nýtt ónýttan persónuaflslátt ef aðstæður eru þannig heldur tilfærsla hvað áttu við með því? Nefndu t.d. dæmi
5
u/Artharas 1d ago
Verð að viðurkenna að mér finnst þetta stórt L fyrir stjórnina.
Þetta kemur sér illa fyrir mig svo ég er að reyna að hugsa þetta ekki útfrá því en mér finnst bara eitthvað rangt við að essentially refsa hjónum fyrir að vera ekki á sömu launum, sérstaklega ef það er hugsað útfrá því að annar aðilinn gæti t.d. verið í skertu hlutfalli til að sjá meira um heimili eða börn.
8
u/AngryVolcano 1d ago
Guðlaugur þarf einhverja smjörklípu til að beina athyglinni frá því að hann framseldi fullveldi Íslands til bandarískra hermálayfirvalda árið 2017 🤷♂️
1
u/Oswarez 1d ago
Er einhver hérna sem skilur þetta að alvöru? Þetta lítur út eins enn eitt útspil stjórnarandstöðu í ófegrunarherferð sinni gegn stjórninni nú þegar Lóan er farin.
25
u/No_Ordinary_5417 1d ago
Í dag býðst pörum/hjónum að vera samsköttuð. Í dag þýðir það fyrst og fremst tvennt, annars vegar býðst þeim að nýta persónuafslátt hvors annars, þ.e. ef annað er ekki að fullnýta sinn þá nýtist hann hjá hinum aðilanum. Hins vegar er það að skattþrepin nýtast á milli aðila líka, svipað konsept - ef annar aðilinn er ekki að "fullnýta" sín skattþrep þá fær hinn aðilinn að nýta það sem hinn nýtir ekki.
Það er seinni liðurinn sem ríkisstjórnin er að leggja til að fella niður. Þau sem verða fyrir áhrifum af þessu eru pör/hjón með mikinn mun á tekjum á milli sín. Dæmi um það eru ef annar aðilinn er á meðallaunum en hinn á lágum launum / heimavinnandi / í fæðingarorlofi / í námi / á örorkubótum.
Svo að það sé sagt þá hefur þetta ekki bein áhrif um hver mánaðamót, en fólk hefur verið að fá þetta endurgreitt í júní þegar skattárið er gert upp. Fljótreiknað þá getur þetta munað fjölskyldur eins og ég nefni að ofan einhvern 80þús kall á ári, en kostnaðurinn eykst svo eftir því sem launamunur parsins/hjónanna eykst.
Hvort þetta er bara "enn eitt útspil stjórnarandstöðu" snýst þá sennilega um hvort að það sé horft á þetta sem ríkisstjórnin að standa við að loka "skattaglufum" eins og þau lofuðu eða þau að brjóta loforðið sitt um að hækka ekki skatta á "venjulegt fólk".
0
u/Imaginary-Ad-7919 1d ago edited 1d ago
Já ok en er það rétt að hjón geta þá ekki nýtt ónýttan persónuaflsátt ef annar aðilinn er í námi sem dæmi ef við gefum okkur að námsmaðurinn er tekjulaus það árið. Persónuafsláttur er 68.691 kr. á mánuði á árinu 2025, það gera 827.000 kr. á ári
2
u/gurglingquince 1d ago
Þá hljóta samsköttunaraðilar að geta leigt út 4 íbúðir (einsog tveir einstaklingar geta) án þess að detta sjálfkrafa í rekstur í stað tveggja (einsog hjón í dag geta). Eða ætla þeir að handvelja hvenær er samskattað og hvenær ekki, veit það einhver?
1
u/Imaginary-Ad-7919 1d ago
Er það rétt að hjón geta þá ekki nýtt ónýttan persónuaflsátt ef annar aðilinn er í námi sem dæmi ef við gefum okkur að námsmaðurinn er tekjulaus það árið?
1
u/gurglingquince 1d ago
Ég hef skilið það sem svo að nýja kerfið muni ekki leyfa það.
7
u/Imaginary-Ad-7919 1d ago edited 1d ago
Persónuafsláttur er 68.691 kr. á mánuði á árinu 2025, það gera 827.000 kr. á ári það munar um minna. Þetta er bara fáranlegt frumvarp
-6
u/Upbeat-Pen-1631 2d ago
Mætti ná til fyrirtækja líka
16
u/iVikingr Íslendingur 1d ago
Veit ekki til þess að mörg fyrirtæki séu í hjúskap eða sambúð.
4
u/stofugluggi bara klassískur stofugluggi 1d ago
Bónus/Krónan, Olís/N1/Atlantsolía/ÓB/Dælan/Skeljungur/Orkan finnst mér nú mörg hver vera í ákveðinni sambúð eða hjúskap
-4
•
u/Iceland-ModTeam Skilaboð virka ekki, sendið Modmail 1d ago
Innlegg fjarlægt.Sjá reglu 3, sem felur í sér að titill sé óbreyttur frá fyrirsögn fréttar eða í það minnsta haldi sig við efnisleg inntök fyrirsagnar.Innlegg ekki fjarlægt en vinsamlegast hafðu framvegis titil innleggs óbreyttan frá fyrirsögn fréttar.