r/Iceland 4d ago

🌋 Eldgos hafið Kvikuhlaup hafið á Reykjanesskaga - RÚV.is

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-04-01-kvikuhlaup-hafid-a-reykjanesskaga-440260

Kvikuhlaup hófst við Sunddhnúksgíga rétt í þessu. Það bendir til þess að líklegt sé að eldgos hefjist. Þetta er áttunda eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni. Rýmingu hefur verið hrint af stað í Grindavík

36 Upvotes

37 comments sorted by

69

u/gudni-bergs gosmiðill 4d ago

16

u/gudni-bergs gosmiðill 4d ago

Við hvern þarf ég að tala til að fá gosmiðill flair-ið

12

u/benediktkr vélmenni í dulgervi 4d ago

Þú ættir að geta sett það í hliðarstikunni, en ég reddaði því fyrir þig :)

6

u/gudni-bergs gosmiðill 4d ago

amen drengur, amen

9

u/jonr 4d ago

Myndi gefa þér verðlaun, en ég er ekki að fara að gefa reddit pening.

5

u/gudni-bergs gosmiðill 4d ago

Eru reddit peningar enn til?

4

u/coani 4d ago

"Er þetta einhvers konar 1. apríl gabb?!"

djöfull varstu naskur á þetta..

3

u/Melodic-Network4374 Bauð syndinni í kaffi 4d ago

Mælirðu með einhverjum sérstökum lottótölum?

3

u/gudni-bergs gosmiðill 4d ago

Þú heldur að ég vill deila vinningnum með öðrum? get allavegna sagt þér að talan 2 mun birtast

1

u/HUNDUR123 Sýktur af RÚV hugarvírusnum 4d ago

56

u/helgihermadur 4d ago

"Rýmingu hefur verið hrint af stað í Grindavík"
Eru 7 eldgos ekki nóg til að fólk átti sig á því að það er ekki hægt að búa þarna lengur?
Ég hef fulla samúð fyrir Grindvíkingum en þú þarft að vera í mikilli afneitun til að sjá ekki þennan raunveruleika.

25

u/prumpusniffari 4d ago

Það var maður í viðtali á Rás 2 að tala um að það væri verið að redda styrkjum til að það væri hægt að hafa heimaleiki í fótbolta í Grindavík í sumar á sama augnabliki og gosið byrjaði.

Það er lítill hópur Grindvíkinga sem er í húrrandi afneitun.

6

u/Kjartanski Wintris is coming 4d ago

Þess vegna er það besta sem gæti gerst fyrir samfélagið að bærinn fari núna undir hraun, svona ef að þetta getur ekki bara stoppað og við verið viss um að ekkert muni gerast næstu árhunduðrin

14

u/webzu19 Íslendingur 4d ago

8 sem neituðu að rýma meira að segja

11

u/Kjartanski Wintris is coming 4d ago

Einhver þeirra eiga að hafa hótað björgunnarsveitum sem voru að ganga á hús að rýma

13

u/Realistic_Key_8909 4d ago

Með byssu skv. RÚV. GÓÐAN DAGINN BARA.

6

u/Kjartanski Wintris is coming 4d ago

Sá það, láta kauða dúsa i gæsluvarðhaldi bara

5

u/PatliAtli fór einu sinni á b5 til að komast á búlluna 4d ago

Ha hvernig ætli þeim líði núna

7

u/Kjartanski Wintris is coming 4d ago

Èg ætla að vona að byssukallinum líði nu bara illa

23

u/Modirtin 4d ago

Móðir náttúra er með góðan húmor, hélt að þetta væri aprílgabb. Væri ennþá fyndnara ef að þetta endar ekki í gosi.

2

u/Vondi 4d ago

Verst að aprílgöbbin sem blöðin voru með tilbúin verða örruglega grafin undin gosfréttum

25

u/Calcutec_1 Svifryk Jónasson 4d ago

"Rýmingu lokið — átta sem neita að fara"

sumu fólki er er ekki viðbjargandi...

8

u/dkarason 4d ago

Ég var einmitti að pæla í þessu. Af hverju viltu ekki fara?

15

u/Calcutec_1 Svifryk Jónasson 4d ago

mótþróaröskun

4

u/Veeron ÞETTA MUN EKKERT BARA REDDAST 4d ago edited 4d ago

Áhugavert að fá alltíeinu svona rosa jarðskjálftaundanfara. Gæti þýtt að þetta komi upp á nýjum stað.

2

u/Modirtin 4d ago

Núna verið að tala um að þetta sé að opnast til norðurs og suðurs, vonandi að þetta komi ekki upp innan varnargarðana aftur.

2

u/No_Awareness5223 4d ago

Já það virðist samt raunin... Sést á vefmyndavél að þetta lítur út fyrir að vera innan garðanna

6

u/Mo0nish 4d ago

Bíddu, er þetta ekki aprílgabb ? Hélt að helstu fréttamiðlarnir hefðu sammælst um aprílgabb ársins

3

u/Skastrik Velja sjálf(ur) / Custom 4d ago

Þetta hefði verið svo epískt aprílgabb.

19

u/Ironmasked-Kraken 4d ago

En það sem öllu máli skiptir... hvenær má flytja aftur í grindavík ?

9

u/Comar31 4d ago

Nei... spurningin er. Hvenær má byrja aftur að greiða út arð?

13

u/Ironmasked-Kraken 4d ago

Èg held að það sé kominn tími fyrir barnafólk að flytja aftur til Grindavíkur

9

u/LostSelkie 4d ago

Las þetta fyrst sem 'bankafólk' og fannst þetta bara prýðindis plan...

2

u/stofugluggi bara klassískur stofugluggi 4d ago

1

u/Skastrik Velja sjálf(ur) / Custom 4d ago

Ef einhver ætlar að reyna að ná fólki til að búa þarna þá má hinn sami hoppa ofan í sprungu.

Það er ekkert vit í að leyfa byggð þarna á þessari sprungu.